Þriðjudagur 7. september 2010 11:40

Áhugasamur hópur í Íþrótta- og ævintýrabúðum ÍF

Dagana 18.-20. ágúst síðastliðinn fóru fram Íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni. Búðirnar voru fyrir hreyfihömluð/sjónskert ungmenni á aldrinum 12-16 ára og voru þær þátttakendum að kostnaðarlausu. Alls voru fimm ungmenni skráð til búðanna sem æfðu undir handleiðslu landsliðsþjálfara ÍF á meðan verkefninu stóð.

Að þessu sinni var áhersla lögð á frjálsar íþróttir og borðtennis í búðunum og gafst hópnum tækifæri til þess að sjá landsliðmennina Baldur Ævar Baldursson og Jóhann Rúnar Kristjánsson við undirbúning fyrir verkefni erlendis.

Þessir krakkar mættu í Íþrótta- og ævintýrabúðir ÍF:
Ingeborg Eide Garðarsdóttir -  Hafnarfjörður
Breki Arnarson – Akureyri
Auðunn Snorri Árnason – Reykjanesbær
Sigurður Þorri Sigurðsson – Egilsstaðir
María Sverrisdóttir – Egilsstaðir

Það er stefna ÍF að halda aftur viðlíka Íþrótta- og ævintýrabúðir og eru allar líkur á því að verkefnið verið haldið annað hvert ár, á milli þess sem Norræn barna- og unglingamót fara fram. Næstu búðir, ef af verður, fara þá fram sumarið 2012.

Ljósmynd/ Ungmennahópurinn sem dvaldi á Laugarvatni dagana 18.-20. ágúst síðastliðinn.

Til baka