Íþróttahreyfing fatlaðra er samhent hreyfing þar sem vinátta og áralöng tengsl myndast á milli fólks. Hver og einn félagi er hlekkur í heildarkeðjunni og stórt skarð myndast þegar kveðjustundin rennur upp. Síðasta vika var til vitnis um það hve lífið er hverfult en þá bárust fréttir um að tveir góðir félagar okkar hefðu fallið frá. Það eru þeir Aðalsteinn Friðjónsson, Akri og Ívar Örn Guðmundsson, ÍFR.
Báðir hafa þeir verið virkir félagar í starfi ÍF og aðildarfélaganna í fjölda ára og tekið þátt í mótum erlendis fyrir Íslands hönd. Það er mikill missir að þessum góðu félögum og vinum og þeirra verður sárt saknað.
Íþróttasamband fatlaðra sendir aðstandendum og vinum þeirra, innilegar samúðarkveðjur.
Ljósmyndir/ Á myndinni er Aðalsteinn til vinstri en Ívar til hægri.