Mánudagur 27. september 2010 14:04

Björninn býður upp á skautanámskeið fyrir fatlaða

Skautafélagið Björninn í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra, býður upp á 10 vikna skautanámskeið fyrir fatlaða einstaklinga í Egilshöll. Kennt verður á sunnudögum  kl.10:50-11:25 og hefjast æfingar sunnudaginn 26.september.

Markmið
Að auka almenna færni innan íþróttarinnar
Að bæta jafnvægi
Að auka samhæfingu handa og fóta
Að bæta líkamsvitund

Kennt er eftir námsskrá Skautasambands Íslands: ,,Skautum regnbogann”
Æfingagjald er aðeins 5000kr.
Kennslan er í höndum reyndra þjálfara sem hafa reynslu af þjálfun fatlaðra.

Frekari upplýsingar og skráning er í höndum þjálfara námskeiðsins, Helgu Olsen; helga@bjorninn.com

Til baka