Laugardagur 2. október 2010 10:23

Íslandsmótið hafið í Reykjanesbæ

Camilla Th. Hallgrímsson varaformaður Íþróttasambands fatlaðra setti Íslandsmótið í einstaklingskeppni í boccia rétt í þessu en mótið fer fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ. Rúmlega 200 keppendur frá 12 aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra eru skráðir til leiks og verður leikið til þrautar framundir kvöldmat á sunnudag.

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir formaður Íþróttafélagsins NES og mótsstjóri mótsins bauð gesti velkomna en þetta er í annað sinn sem Íslandsmót fatlaðra í boccia fer fram á Suðurnesjum.

Dagskrá mótsins:

Laugardagur 2. oktober 2010:
Íþróttahús Sunnubraut

10:00 – 11:40 7. Deild undanúrslit
11:50 – 13:30 6. Deild undanúrslit
13:40 – 15:20 5. Deild undanúrslit
15:30 – 17:10 4. Deild undanúrslit
17:20 – 19:00 3. Deild undanúrslit
19:10 – 20:50 2. Deild undanúrslit

10:00 – 15:20 8. Deild undanúrslit einn riðill í senn.

Íþróttahús Heiðarskóla
10:30 – 11:50 BC 1 – 4 undanúrslit
12:00 – 15:00 Rennuflokkur undanúrslit
15:10 – 15:40 BC 1 – 4 úrslit
15:50 – 16:50 Rennuflokkur úrslit

10:30 – 12:20 U flokkur úrslit

Sunnudagur 3. oktober 2010:
Íþróttahús Sunnubraut

10:00 – 11:50 1. Deild undanúrslit 
12:00 – 14:10 4. til 7. Deild úrslit
14:10 – 16:20 1. til 3. Deild úrslit

Verðlaunaafhending fer fram að úrslitum loknum í hverri deild.

Ljósmynd/ Camilla Th. Hallgrímsson varaformaður ÍF við mótssetningu í Reykjanesbæ.

Til baka