Fimmtudagur 14. október 2010 13:20

EDGA minnist Harðar: The Hordur Barddal Trophy

Evrópusamband fatlaðra í golfi, EDGA, hefur ákveðið að nefna verðlaunin, sem þeir veita á Evrópumóti fatlaðra, eftir Herði Barðdal og hafa verðlaunin fengið það formlega nafn "The Hordur Barddal Trophy." Þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn á Evrópumótinu sem fram fór í Zell am See í Austurríki í síðustu viku.

Þetta er mikill heiður fyrir Hörð, sem var ötull forvígismaður golfíþróttar fatlaðra á Íslandi og gengdi formennsku hjá GSFÍ til dauðadags. Þá var Hörður á meðal fyrstu afreksíþróttamanna landsins í röðum fatlaðra og fyrrum stjórnarmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra. 

Ljósmynd/ Hörður heitinn Barðdal við púttvöllinn í Hraunkoti í Hafnarfirði.

Sjá þessa frétt á www.igolf.is

Til baka