Sunnudagur 28. nóvember 2010 16:11

Fjölmörg met á ÍM 25 í Laugardal: Thelma setti fimm!

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m. laug lauk í innilauginni í Laugardal í dag. Alls voru 15 Íslandsmet sett á mótinu, sjö í gær og átta í dag á síðari keppnisdegi mótsins þar sem Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR, var í fantaformi og setti alls fimm Íslandsmet á mótinu í flokki S6. Flokkar S1-S10 eru flokkar hreyfihamlaðra þar sem S1 er mesta fötlun og S10 minnsta fötlun. Flokkar S11-S13 eru flokkar blindra og sjónskertra þar sem S11 er flokkur alblindra en flokkur S14 er flokkur þroskahamlaðra.

Íslandsmet á ÍM 25 2010:

Laugardagur:
Hjörtur Már Ingvarsson, ÍFR – 50m skriðsund – 46,17 sek (flokkur S5)
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR – 50m skriðstun – 47,17 sek (flokkur S6)
Vaka R. Þórsdóttir, Fjörður – 50m baksund – 1:07,49mín (flokkur S11)
Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir – 400m skriðsund – 4:27,82 (flokkur S14)
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR – 200m skriðsund – 3.49,56 mín (flokkur S6)
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR – 400m skriðsund – 7:37,88 mín (flokkur S6)
Vignir G. Hauksson, ÍFR – 100m bringusund – 2.39,00 mín (flokkur S6)

Sunnudagur:
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR – 100m skriðstund – 1.44,35 mín (flokkur S6)
Hjörtur Már Ingvarsson, ÍFR – 100m skriðsund – 1.40,34 mín (flokkur S5)
Eyþór Þrastarson, KR/ÍFR – 100m skriðsund – 1:06,86 mín (flokkur S11)
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR – 50m flugsund – 1.21,11 mín (flokkur S5)
Vignir G. Hauksson, ÍFR – 50m bringusund – 1:11,67 mín (flokkur SB5)
Pálmi Guðlaugsson, Fjörður – 100m baksund – 1:38,13mín (flokkur S7)
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR – 200m skriðsund – 3:45,67 mín (flokkur S6)
Jón Margeir Sverrisson, ÍFR – 200m skriðsund – 2:07,47 mín (flokkur S14)

Mótið gekk vel fyrir sig og vill Íþróttasamband fatlaðra koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra er komu að mótinu.

Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Thelma B. Björnsdóttir setti fimm Íslandsmet um helgina.

Til baka