Föstudagur 3. desember 2010 14:44

Ísland sendi tvo keppendur á fyrstu Evrópuleika SO í lishlaupi á skautum

Fyrstu Evrópuleikar Special Olympics í listhlaupi á skautum voru haldnir í  í Pétursborg í Rússlandi dagana 30. nóvember til 3. desember. Skautafélagiđ Björninn sendi 2 keppendur ásamt ţjálfurum á leikana. Ţađ voru  Katrín Guđrún Tryggvadóttir og Ţórdís Erlingsdóttir sem kepptu á leikunum en ţjálfarar voru Helga Olsen og Berglind Rós Einarsdóttir sem jafnframt sótti dómaranámskeiđ í tengslum viđ leikana.

Á ţessum fyrstu Evrópuleikum í greininni voru 7 ţátttökulönd,  Rússland, Ţýskaland, Finnland, Austurrík og Ísland.  Keppendur voru 40 en keppt var í mismunandi styrkleikaflokki.   Íslensku keppendurnir kepptu í byrjendaflokki en keppt var í skyldućfingum og frjálsum ćfingum og úrslit voru í samrćmi viđ samanlagđan árangur.

Eftir skyldućfingar var Katrín Guđún í öđru sćti og Ţórdís í fjórđa sćti en eftir frjálsu ćfingarnar skilađi frammistađa ţeirra ţví ađ Katrín Guđrún varđ  í fyrsta sćti og Ţórdís í öđru sćti.   Allir fá verđlaun á leikum Special Olympics og keppnisform er gjörólíkt ţví sem gerist á hefđbundnum íţróttamótum en frammistađan var glćsileg.

Ţađ er mjög ánćgjulegt ađ íslenskir keppendur séu í ţessum brautryđjendahópi en greinin er mjög  mjög krefjandi og reynir mjög á samhćfingu og einbeitingu keppenda.    Skautafélagiđ Björninn á heiđur skilinn fyrir ađ vinna međ ÍF ađ ţví ađ efla ţátttöku fatlađra í fleiri íţróttagreinum en skautaíţróttin hefur lengi veriđ mjög vinsćl međal barna og unglinga á Íslandi.   Fötluđ  börn og ungmenni og einstaklingar međ sérţarfir hafa ekki veriđ virk nema í fáum íţróttagreinum ţó möguleikar til ţátttöku í flestum greinum ćttu ađ vera til stađar, séu ţjálfarar tilbúnir ađ ađlaga ćfingar í samrćmi viđ ţarfir hvers og eins.

Skautafélagiđ Björninn hefur stađiđ fyrir ćfingum fyrir einstaklinga međ sérţarfir frá árinu 2005. Íţróttasamband Fatlađra sendi 2  keppendur til ţátttöku í listhlaupi á skautum á alţjóđaleika Special Olympics í Japan 2005 og leitađi ţá ađstođar Helgu Olsen skautaţjálfari sem tók ađ sér ađ undirbúa keppendur. Ţessi grein var á ţeim tíma ekki talin henta ţessum hópi og margir höfđu ekki trú á ađ ţetta verkefni gengi upp.  Helga Olsen sýndi einstakan áhuga á ađ fylgja málum eftir og náđi frábćrum árangri í ţjálfun einstaklinganna vegna leikanna. Frá ţeim tíma hefur hún unniđ markvisst ađ ţví ađ efla ţátttöku einstaklinga međ sérţarfir í skautaíţróttinni og hefur ţjálfađ einstaklinga međ sérţarfir hjá Skautafélaginu Birninum.   Íţróttasamband Fatlađra sem er umsjónarađili Special Olympics á Íslandi hefur hvatt ađildarfélög sín og almenn íţróttafélög ađ taka ţátt í verkefnum sem Special Olympics samtökin standa fyrir í einstaka greinum. Ţegar kynnt var tćkifćri til ţátttöku í Evrópuleikunum í Rússlandi sýndi Skautafélagiđ Björninn strax áhuga á málinu og hefur  alfariđ séđ um skipulag og undirbúning ţessa verkefnis í samstarfi viđ ÍF.

Íslenski hópurinn lenti í ýmsum ćvintýrum, taska međ skautabúningi og skautum varđ eftir í Stokkhólmi fyrsta keppnisdaginn en leyst var úr ţeim málum.  Verkfall Finnair breytti brottfararáćtlun og tungumálaörđugleikar gerđu verkefnin skrautlegri en ferđin var ćvintýri sem án efa lifir lengi í minningunni.

Til baka