Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra hlaut í dag Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2010 fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna. Verðlaunaféð, tvær milljónir króna, verður nýtt til að efla enn frekar starfsemi ÍF. Þá voru í dag veittir fleiri styrkir úr Velferðarsjóðnum og námu þeir alls sjö milljónum króna.
Það var Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem afhenti Sveini Áka verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Frá því að Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir tíu árum hefur verið úthlutað úr honum yfir 600 milljónum króna.
Ljósmynd/ Sveinn Áki ásamt stjórn Velferðarsjóðs barna.