Áður en kemur að sjálfu Nýárssundmóti ÍF sunnudaginn 9. janúar 2011 mun Sundnefnd ÍF standa að æfingabúðum fyrir landslið ÍF í sundi. Dagskrá æfingabúðanna er sem hér segir:
8. jan: Laugardagsmorgun 8:15 – 10:15 Bara eldri krakkarnir sem keppa ekki á mótinu
8. jan: Laugardagseftirmiðdagur 16:00 -18:00 Allir krakkarnir, bara létt upphitun og tækni
9. jan: Sunnudagsmorgun 10:30 – 12:30 Bara eldri krakkarnir sem keppa ekki á mótinu
Fyrirlestur, Klemens Sæmundsson næringarfræðingur
Sunnudagseftirmiðdagur 13:00 – 14:00
Í veitingasalnum á 2. hæð í Laugardalslaug
Klemens Sæmundsson næringarfræðingar ætlar að vera með fyrirlestur fyrir foreldra. Fyrirlesturinn er opinn öllum foreldrum en ætlast er til að foreldrar barna í landsliðinu sjái sér fært um að mæta. Fyrirlesturinn verður uppi í fundaraðstöðunni í lauginni.
Þá minnum við á að síðasti skiladagur fyrir skráningu á Nýárssundmótið í excel skjölum er í dag en síðasti skiladagur skráninga á Hy-Tek formi er 3. janúar. Skráningar sendist á if@isisport.is og við minnum á að mótið er fyrir fötluð börn og ungmenni 17 ára og yngri.