Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður, sem leikur fyrir Nes í Reykjanesbæ, er íþróttamaður Reykjanesbæjar 2010. Kjörinu var lýst í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur á gamlársdag. Jóhann Rúnar hlaut mikið lófatak þegar úrslitin voru gerð opinber.
Auk Jóhanns voru bestu íþróttamenn í fimmtán íþróttagreinum í Reykjanesbæ verðlaunaðir, auk þess sem allir Íslandsmeistarar í Reykjanesbæ á árinu 2010 fengu verðlaunapening.
Jóhann var margfaldur Íslandsmeistari á árinu.
Í tvíliðalek karla Ísl. mót ÍF.
Sitjandi flokkur karla Ísl. mót ÍF.
Opinn flokkur karla Ísl. mót ÍF.
Í 1. Flokki karla ófatlaðra.
Þá keppti Jóhann einnig á Heimsmeistaramótinu í borðtennis sem fram fór í Suður-Kóreu síðla nýliðins árs.
Myndin: Jóhann Rúnar Kristjánsson með verðlaunagripina við útnefninguna.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson