Sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir frá Firđi í Hafnarfirđi er handhafi Sjómannabikarsins 2011 en Kolbrún vann besta afrekiđ á Nýárssundmóti Íţróttasambands fatlađra sem var ađ ljúka í Laugardal. Mótiđ var nú haldiđ í tuttugasta og áttunda sinn og er fyrir fötluđ ungmenni 17 ára og yngri. Kolbrún er fjórđi sundmađurinn frá Firđi síđan áriđ 2000 til ţess ađ vinna Sjómannabikarinn.
Sérstakur heiđursgestur á mótinu var herra Guđbjartur Hannesson ráđherra velferđarmála en hann og frú Dorrit Moussaieff forsetafrú Íslands sáu um verđlaunaafhendingu á mótinu. Ţá heiđrađi herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, einnig mótsgesti međ nćrveru sinni.
Sjómannabikarinn er afhentur ţeim sundmanni ár hvert sem vinnur besta afrekiđ á mótinu. Reiknuđ eru út stig viđkomandi af ţeim tíma sem synt er á, heimsmet gildir ţá 1000 stig. Í dag fékk Kolbrún 594 stig fyrir 50m. skriđsund er hún kom í bakkann á tímanum 34,44 sek.
Viđ setningu á mótinu í dag bađ Sveinn Áki Lúđvíksson formađur ÍF viđstadda um ađ veita einnar mínútu ţögn til minningar um Erling Ţ. Jóhannsson sem andađist á dögunum eftir langvarandi veikindi. Sveinn Áki ásamt Hrafnhildi Hámundardóttur, eiginkonu Erlings heitins, afhjúpuđu svo minningarskjöld sem standa mun í Laugardalslaug um ókomin ár. Erlingur var brautryđjandi í sundíţróttinni á Íslandi og ţjálfađi helstu afreksmenn ţjóđarinnar úr röđum fatlađra. Erlingur var ţjálfari hjá ÍFR og landsliđsţjálfari hjá ÍF um árabil.
Sigurvegarar á Nýárssundmóti ÍF síđan 2000 / handhafar Sjómannabikarsins
2011: Kolbrún Alda Stefánsdóttir - Fjörđur
2010: Vilhelm Hafţórsson - Óđinn
2009: Jón Margeir Sverrisson - Ösp
2008: Karen Gísladóttir - Fjörđur
2007: Karen Gísladóttir - Fjörđur
2006: Hulda H. Agnarsdóttir - Fjörđur
2005: Guđrún Lilja Sigurđardóttir - ÍFR
2004: Guđrún Lilja Sigurđardóttir – SH/ÍFR
2003: Guđrún Lilja Sigurđardóttir - SH
2002: Jóna Dagbjört Pétursdóttir – ÍFR
2001: Gunnar Örn Ólafsson – Ösp
2000: Gunnar Örn Ólafsson – Ösp
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
Mynd: Kolbrún Alda Stefánsdóttir međ Sjómannabikarinn