Sunnudagur 16. janúar 2011 23:35

RIG lokið: 19 Íslandsmet lágu í valnum

Reykjavík International Games fóru fram dagana 13.-16. janúar og í sundkeppni fatlaðra féllu alls 19 Íslandsmet og ljóst að fatlaðir íslenskir sundmenn hefja árið með glæsibrag. Í dag, sunnudag, lauk þriðja og síðasta keppnisdegi þar sem féllu sex Íslandsmet.

6 Íslandsmet á RIG í þriðja mótshluta.

Jón Margeir Sverrisson, S14 100 skrið 0:59,05
Hjörtur M. Ingvarsson, S5 100 skrið 1:39,30
Thelma B. Björnsdóttir, S6 50 skrið 0:48,25
Thelma B. Björnsdóttir, S6 100 skrið 1:42,84
Vaka Þórsdóttir, S11 100 bak 2:26,83
Hjörtur M. Ingvarsson, S5 100 skrið 1:04,94

Thelma B. Björnsdóttir heldur áfram að finna taktinn í lauginni en hún setti 8 Íslandsmet um helgina. Jón Margeir Sverrisson setti tvö met, Hjörtur Már Ingvarsson setti fjögur, Pálmi Guðlaugsson setti tvö, Vaka Þórsdóttir tvö og Marinó Ingi Adolfsson setti eitt.

Mynd/ Thelma B. Björnsdóttir fór mikinn um helgina.

Til baka