Miðvikudagur 19. janúar 2011 15:33

ÍSÍ úthlutaði rúmum 56 milljónum til afreksstarfs

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í dag tillögur Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi íþróttamanna fyrir árið 2011. Fjórir íþróttamenn úr röðum fatlaðra hlutu C-styrk úr Afrekssjóði.

Baldur Ævar Baldursson – frjálsar – C styrkur 480.000
Eyþór Þrastarson – sund – C styrkur 480.000
Jóhann Rúnar Kristjánsson – borðtennis – C styrkur 480.000
Jón Margeir Sverrisson – sund – C styrkur 480.000

Þá fengu sundmaðurinn Pálmi Guðlaugsson og skíðakonan Erna Friðriksdóttir eingreiðslu úr Afrekssjóði upp á 300.000 kr. hvort. Sex ungir og framúrskarandi íþróttamenn hlutu svo eingreiðslu úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi íþróttamanna og var hver upphæð kr. 100.000.

Þau sem hlutu styrk frá Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi voru:

Ingeborg Eide Garðarsdóttir – frjálsar
Anna Kristín Jensdóttir – sund
Guðmundur Hákon Hermannsson – sund
Kolbrún Alda Stefánsdóttir – sund
Thelma Björg Björnsdóttir – sund
Hjörtur Már Ingvarsson – sund

Alls var úthlutun ÍSÍ í dag 56.140.000 kr. Rúmlega 45 milljónum var úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ og um 10 milljónir komu úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi.

Mynd/ Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson hlaut C-styrk fyrir árið 2011.

Til baka