Fimmtudagur 27. janúar 2011 15:19
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun. Reiðnámskeiðið er í samstarfi við Hestamennt ehf. og er 5 vikna námskeið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ.
Eftirfarandi námskeið eru í boði:
Námskeið 1 : 14. febrúar – 14. mars
Mánudagar kl. 14:30 - 15:30. 5 skipti í senn
14. feb, 21. feb, 28.feb, 7. mars og 14.mars.
Námskeið 2 : 18. febrúar – 18. mars
Föstudagar kl. 14:30 15:30. 5 skipti í senn
18. feb, 25. feb, 4. mars, 11. mars og 18.mars.
Námskeið 3 : 21. mars – 18. apríl
Mánudagar kl. 14:30 - 15:30 . 5 skipti í senn
21. mars, 28.mars, 4.apríl, 11.apríl og 18. apríl.
Námskeið 4 : 25. mars – 29. apríl
Föstudagar kl. 14:30 - 15:30. 5 skipti í senn
25.mars, 1. apríl, 8.apríl, 15. apríl og 29.apríl.
Fyrir hverja er námskeiðið:
Öll börn og ungmenni sem við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku. Lagt er áhersla á fjölbreytni og að allir nemendur fái sem mest út úr námskeiðinu eftir þörfum hvers og eins.
Kennslan er í höndum reyndra leiðbeinanda með margra ára reynslu í reiðkennslu fatlaðra, sjúkraþjálfari verður til taks sem og aðrir aðstoðarmenn eftir þörfum.
Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi:
Öll kennsla og kennslugögn
Lagðir eru til hestar fyrir hvern og einn sem og allur útbúnaður til reiðar þar á meðal sérsmíðaðir hnakkar og annar útbúnaður eftir þörfum.
Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.
Námskeiðsgjald er 15.000 kr.
Síðasti skráningardagur er 10. febrúar 2011.
Frekari upplýsingar og skráning er hjá Auði G. Sigurðardóttur s: 8997299
Umsjónarmaður námskeiðsins er Súsanna Ólafsdóttir, reiðkennari.