Föstudagur 28. janúar 2011 13:34

AIPS heiđrar Erling Jóhannsson

Alţjóđasamtök íţróttafréttamanna, AIPS, heiđruđu í gćr á hátíđarsamkomu í Lausanne í Sviss Erling Jóhannsson, sundţjálfara fatlađra, sem lést í nóvember síđastliđnum. Hann var einn ţriggja sem hlutu Power of Sport Award sem veitt voru í fyrsta sinn um leiđ og hin árlegu World Fair Play Awards voru veitt. Hugmyndin ađ Power of Sport Award verđlaununum eru komin frá orđum Nelsons Mandela ţegar hann afhenti fyrstu Laureusverđlaunin áriđ 2000 ţegar hann sagđi íţróttir geta breytt heiminum, ađ ţćr hefđu kraft og vald til ţess ađ sameina heiminn betur en nokkurt annađ afl. Ađ  ţćr tali tungumáli sem ungt fólk skilur og ţćr geti skapađ von ţar sem áđur var ađeins örvćnting. Međ ţessi orđ í huga var ákveđiđ ađ heiđra fólk sem hefur lagt sitt ađ mörkum til ađ bćta umhverfi sitt og ţjóđfélag í gegnum íţróttir.

Ásamt Erlingi voru May El Khalil frá Líbanon og Nawal El Moutawakel frá Marokkó heiđrađar.  El Khalil er upphafskona Beirút maraţonhlaupsins sem hefur orđiđ einstakt saminingarafl í stríđshrjáđu Líbanon ţar sem svarnir óvinir koma saman einu sinni á ári, gleyma erjum sínum og hlaupa hliđ viđ hliđ. Í fyrra tóku ríflega 28 ţúsund hlauparar ţátt í maraţonhlaupinu sem er orđinn einn stćrsti árlegi viđburđurinn í landinu.

Nawal El Moutawakel varđ fyrst afrískra og arabískra kvenna til ađ vinn gullverđlaun á Ólympíuleikum, í 400 metra grindahlaupi í Los Angeles 1984. Eftir ađ keppnisferli hennar lauk hefur hún barist ötullega fyrir ţátttöku kvenna í íţróttum og heilsu kvenna í Afríku og arabalöndum. Áriđ 1997 varđ hún fyrst múslímskra kvenna kosin í alţjóđa ólympíunefndina, IOC.

Erlingur ţjálfađi fatlađ sundfólk í rúm 30 ár og á stóran ţátt í ţeim frábćra árangri sem ţađ hefur náđ á liđnum árum. Jafnframt sundţjálfuninni lagđi hann mikla áherslu á ađ íţróttamenn hans yrđu eins sjálfbjarga í daglegu lífi og mögulegt var. Erlingur greindist međ banvćnt krabbamein fyrir rúmum tveimur árum, en hélt áfram ađ ţjálfa fram á síđasta dag. Hann stjórnađi síđustu ćfingu sinni tveimur dögum áđur en hann var lagđur inn á líknardeild og lést tíu dögum síđar. Halldór Guđbergsson, keppandi á Ólympíumótum fatlađra 1988 og 1992, og fyrrverandi formađur Öryrkjabandalagsins, tók viđ viđurkenningunni fyrir hönd Erlings.

Á međal ţeirra sem voru heiđrađir međ World Fair Play viđurkenningunni var Edwin Moses, tvöfaldur Ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi karla og forseti Laureussamtakanna sem vinna ómetanlegt starf fyrir ungmenni út um allan heim í gegnum íţróttir.

Međfylgjandi mynd:
Halldór Guđbergsson ásamt Nawal El Moutawakel (tv.) og May El Khalil.

Til baka