Laugardagur 26. mars 2011 10:54

Íslandsmót ÍF hafið í Hafnarfirði

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra er hafið í Hafnarfirði en keppt verður í fimm greinum þessa helgina. Keppnisgreinarnar eru boccia, sund, lyftingar, borðtennis og bogfimi en mótið var sett að Ásvöllum nú fyrir stundu þar sem Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri Hafnarfjarðar bauð mótsgesti velkomna.

Camilla Th. Hallgrímsson varaformaður Íþróttasambands fatlaðra setti mótið að viðstöddum rúmlega 300 keppendum frá 19 íþróttafélögum.

Við minnum á að í dag og á morgun verða Haukar TV með beina netútsendingu frá keppni í boccia. Í dag verður sent út frá kl. 12-13 og á morgun frá kl. 11.30 til keppnisloka. Smellið á tengilinn til að fylgjast með útsendingunni: http://tv.haukar.is/

Keppnisdagskrá helgarinnar:

Boccia – Ásvellir
Laugardagur 26. mars: 11:00 – 20:00 (fararstjórafundur kl. 10:00 og mótssetning 10:30)
Sunnudagur 27. mars: 09:00 – 13:00

Sund – Ásvallalaug
Laugardagur 26. mars: Upphitun 14:00 og keppni 15:00
Sunnudagur 27. mars: Upphitun 09:00 og keppni 10:00

Lyftingar – Ásvallalaug, 2. hæð
Laugardagur 26. mars: 14:00-16:00 (vigtun kl. 11:00)

Borðtennis – Kaplakriki, aðalsalur
Laugardagur 26. mars: 13:00-18:00

Bogfimi – Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði
Laugardagur 26. mars: 10:00-15:00 – fyrri hluti
Sunnudagur 27. mars: 09:00-13:00 – seinni hluti

Mynd/ Frá setningu Íslandsmóts ÍF í morgun.

Til baka