Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðar í boccia fór fram að Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Sveit ÍFR C hafði sigur í 1. deild og er þetta þriðja árið í röð sem ÍFR vinnur 1. deildina. Sveitina skipuðu þeir Hjalti Bergmann Eiðsson, Haukur Gunnarsson og Jakob B. Ingmundarson.
Sigurvegarar í hverri deild:
1. Deild
1. sæti: 1.D-ÍFR C, Haukur Gunnarsson, Jakob B. Ingimundarson og Hjalti Bergmann Eiðsson
2. Deild
1. sæti:Þjótur – A, Sigurður A. Sigurðsson, Ásgeir Sigurðsson og Anton Kristjánsson.
3. Deild
1. sæti: Eik – K, Hörður Þorsteinsson, Kristófer Fannar Sigmarsson og Baldvinn Steinn Torfason.
Rennuflokkur
1. sæti: Ösp – A: Árni Sævar Gylfason og Kristján Vignir Hjálmarsson.
Fötlunarflokkur BC1 til 4
1. sæti: Blönduð sveit Þjótur: Sigurður S. Kristinsson og ÍFR: Valgeir Árni Ómarsson.
Ljósmynd/ Liðsmenn ÍFR C þeir Hjalti Bergmann Eiðsson, Haukur Gunnarsson og Jakob B. Ingimundarson, Íslandsmeistarar í 1. deild í boccia.