Þriðjudagur 29. mars 2011 13:53

Vignir jafnaði Íslandsmetið í samanlögðu og setti nýtt í bekkpressu

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í lyftingum fór fram í Hafnarfirði um síðustu helgi þar sem Vignir Þ. Unnsteinsson lyftingamaður hjá ÍFR fór mikinn. Vignir jafnaði met Daníels Unnars Vignissonar í samanlögðu og setti svo nýtt Íslandsmet í -125 kg. flokki.

Vignir lyfti 140 kílóum í bekkpressu og í réttstöðulyftu, hnébeygju og bekkpressu lyfti hann samtals 590 kílóum og jafnaði þar með met Daníels Unnars Vignissonar sem hafnaði í 2. sæti á mótinu í flokki þroskahamlaðra á eftir Vigni.

Þorsteinn Magnús Sölvason var eini keppandinn í flokki hreyfhamlaðra að þessu sinni en hann náði ekki að slá sitt eigið met að þessu sinni og lauk keppni með 140 kíló í bekkpressu en aðeins er keppt í þeirri grein í lyftingum hreyfihamlaðra.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Ljósmynd/ Vignir Unnsteinsson í hrikalegum átökum í Hafnarfirði.

Til baka