Laugardagur 2. apríl 2011 10:57

15. Sambandsþing ÍF sett á Hótel Selfossi

Í morgun hófst 15. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra á Hótel Selfossi í sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF setti þingið og í kjölfarið tóku til máls Hafsteinn Pálsson ÍSÍ, Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri Árborgar, Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Hörður Oddfríðarson SSÍ og Kristinn Hannesson kjörumdæmisstjóri Lions.

Áætluð þingslit í dag eru á milli 16 og 17 en nánar verður greint frá þinginu síðar í dag eða á morgun.

Mynd/ Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF við þingsetningu í morgun.

Til baka