Fimmtánda Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram á Hótel Selfossi laugardaginn 2. apríl síðastliðinn. Þingfulltrúar samþykktu samhljóða og sendu frá sér eftirfarandi ályktun:
Ályktun þingsins:
15. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra haldið á Hótel Selfossi 2. apríl 2011 lýsir áhyggjum sínum vegna hugmynda um að taka upp og breyta lögum og reglum varðandi lottó (Íslensk Getspá).
Íþróttahreyfingin má ekki við frekari skerðingu á tekjum til starfseminnar og fer þingið fram á að ríkisvaldið tryggi óbreytt eignarhald að Íslenskri Getspá. Jafnframt hvetur þingið ríkisvaldið til að auka fjárveitingar til þess mikla sjálfboðaliðastarfs sem íþróttahreyfingin vinnur í þágu þjóðarinnar.
Mynd/ Frá Sambandsþingi ÍF á Selfossi.