Ţriđjudagur 12. apríl 2011 16:16

Hjálmar á Nasa til styrktar Special Olympics

Föstudaginn 15. apríl nćstkomandi munu Hjálpar standa fyrir styrktartónleikum vegna ferđar íslenskra keppenda á aţjóđaleika Special Olympics í Aţenu í júní. Sérstakur gestur er hljómsveitin Valdimar. Húsiđ opnar kl 21.00 og tónleikarnir hefjast kl 22.00. Miđaverđ er krónur 1.500 og rennur óskipt til ferđarinnar. Miđasala fer fram viđ hurđ.

Um ţátttöku Íslands í Special Olympics:

Stćrsta verkefni Íţróttasambands fatlađra áriđ 2011 er ţátttaka Íslands á alţjóđaleikum Special Olympics í Grikklandi 25. júní – 4. júlí. Fjármögnun verkefna hefur veriđ erfiđ undanfariđ en ÍF hefur ávallt notiđ mikils stuđning og velvilja, fyrirtćkja sem almennings. Ţrátt fyrir tímabundna erfiđleika var ákveđiđ ađ nýta kvóta Íslands og senda 38 íslenska keppendur á alţjóđaleikana til keppni í 8 íţróttagreinum. Umfang og glćsileiki alţjóđaleika Special Olympics líkist helst ólympíumótum en keppnisform er gjörólíkt. Einstaklingar međ ţroskahömlun keppa á ţessum leikum ţar sem ţátttakan er ađalatriđiđ, allir keppa viđ sína jafningja og eiga sömu möguleika á verđlaunum. Hugmyndafrćđi Special Olympics byggir á gildi jafnrćđis og umburđarlyndis, virkri ţátttöku, einstaklingsmiđađri fćrni og ekki síst gildi vináttunnar.

Íţróttasamband fatlađra sem er umsjónarađili Special Olympics á Íslandi, fagnar ţeirri ákvörđun hljómsveitarinnar Hjálma, ađ halda tónleika til styrktar ţessu mikilvćga verkefni. Slíkt framlag er metiđ ađ verđleikum, ađstođ viđ fjármögnun er gífurlega mikilvćg en ekki síđur sá hugur sem ađ baki býr slíku framtaki. Íţróttasamband fatlađra og Special Olympics á Íslandi vilja koma á framfćri innilegu ţakklćti til hljómsveitarmeđlima Hjálma fyrir ađ standa ađ ţessum tónleikum.

Ţeir sem ekki komast á tónleikana geta stutt verkefniđ međ ţví ađ leggja inn á reikning:
313-26-4396
Kt: 620579-0259

Special Olympics:
http://www.athens2011.org/en/index.asp

Hjálmar:
http://www.hjalmarband.com/

Valdimar:
http://www.facebook.com/valdimarband

Til baka