Á nýafstađinni helgi setti Jón Margeir Sverrisson sundmađur úr Ösp/Fjölni sex Íslandsmet og eitt heimsmet á Opna ţýska meistaramótinu. Jón er í fantaformi um ţessar mundir en er vćntanlegur til landsins í kvöld kringum miđnćtti.
Yfirlit yfir árangur Jóns um helgina:
Fimmtudagur 28. apríl:
Nýtt og glćsilegt Íslandsmet í 200m. skriđsundi í undanrásum. Jón synti á 2.05,98mín. sem er fjórđi besti tíminn í heiminum í flokki S14, flokki ţroskahamlađra. Í úrslitum bćtti Jón Íslandsmetiđ á nýjan leik er hann synti á tímanum 2.05,92mín.
Föstudagur 29. apríl:
Heimsmet! Jón setti nýtt heimsmet í flokknum sínum í 800m. skriđsundi á tímanum 9.07,25mín. Ekki var um undanrásir ađ rćđa heldur var ađeins synt í úrslitum í 800m. skriđsundi en ţessi grein er ekki ein ţeirra sem flokki S14 verđur bođiđ upp á í London á Ólympíumóti fatlađra 2012. Ţá var millitími Jóns í ţessu sundi í 400m. skriđsundi nýtt Íslandsmet en sá tími var 4.32,38mín.
Laugardagur 30. apríl:
Jón bćtti sinn persónulega árangur í 100m. bringusundi og synti á tímanum 1.18,47mín. en Íslandsmetiđ á Gunnar Örn Ólafsson sem er 1.17,72mín.
Sunnudagur 1. maí:
Jón setti nýtt Íslandsmet í 100m. skriđsundi í undanrásum og í úrslitum bćtti hann tímann sinn ađ nýju og ţví féllu alls tvö Íslandsmet ţennan daginn. Tími hans í úrslitum var 57,75 sek. Ţá var Jón viđ sinn besta tíma í baksundi er hann synti á 1.12,52mín. en Íslandsmetiđ er í eigu Gunnars Arnar Ólafssonar og er 1.08,14mín.
Jón setti ţví alls sex ný Íslandsmet í Ţýskalandi og eitt heimsmet. Heimasíđa ÍF náđi stuttu tali af Sverri Gíslasyni föđur Jóns Margeirs en ţeir feđgar voru saman á mótinu. Sverrir sagđi ađ mjög góđ helgi vćri ađ baki og var eins og gefur ađ skilja allur hinn kátasti. Ţeir eru vćntanlegir til landsins á miđnćtti í kvöld.
Til hamingju Jón Margeir!