Borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson og Austurríkismaðurinn Hans Reup eru komnir í 8-liða úrslit í liðakeppninni á opna Slóvenska meistaramótinu. Riðlakeppni liðakeppninnar lauk í gær þar sem Jóhann og Reup unnu tvo sigra og töpuðu naumlega einum leik og komust fyrir vikið upp úr riðlinum og inn í 8-liða úrslit.
Jóhann og Reup lögðu bandaríska sveit í fyrsta leik, 3-0 og lentu svo í maraþon-bardaga gegn sveit frá Suður-Kóreu sem lyktaði með 3-2 sigri þeirra kóresku þar sem leikurinn var næstum þriggja stunda langur! Í þriðja og síðasta leiknum í riðlinum, sem fram fór í dag, mættu Jóhann og Reup liði frá Ítalíu sem þeir skelltu 3-0.
8-liða úrslitin voru að hefjast í þessum rituðu orðum og þegar heimasíða ÍF náði tali af Jóhanni var ekki vitað hverjir andstæðingar þeirra yrðu. Við fáum frekari fréttir með kvöldinu.
Mynd/ Jóhann var um áramótin kjörinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar.