Liður í undirbúningi og fjármögnun þátttöku Íslands á Alþjóðaleikum Special Olympics var að senda út valgreiðsluseðla ásamt ítarlegri kynningu á þátttöku Íslands í leikunum. Um var að ræða greiðsluseðil sem sendur var til valinna fyrirtækja. Á kynningarblaðinu kemur fram að um valgreiðsluseðil sé að ræða, þ.e. að viðkomandi ráði því hvort hann greiði seðilinn eður ei.
Því miður gerðust þau leiðu mistök að fram kemur í seðlinum að dráttarvextir reiknist frá gjalddaga sé greitt eftir eindaga. Þetta er að sjálfsögðu ekki tilfellið, engir dráttarvextir reiknast á þennan valfrjálsa greiðsluseðil, fólki er í sjálfvald sett hvort það styrki við verkefnið.
Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi biðjast velverðingar á þessum leiðu mistökum.
Kynningarblaðið sem fylgir seðlinum: