Fimmtudagur 16. júní 2011 13:54

Pokasjóður styrkir Sumarbúðir ÍF

Pokasjóður úthlutar árlega styrkjum til hinna ýmsu verkefna á sviði umhverfis- og mannúðarmála. Sjóðurinn veitti nú í 16. sinn styrki sína sem í ár námu 60 milljónum króna en alls hefur Pokasjóður úthlutað um 1.100 milljónum á þessum árum.
Pokasjóður hefur frá árinu 2004 styrkt Sumarbúðir Íþróttasambands með  myndarlegu fjárframlagi og veitti Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, sem veitti styrknum viðtöku að þessu sinni.

Íþróttasamband fatlaðra færir stjórn Pokasjóðs sínar bestu þakkir fyrir velvilja og veittan stuðning nú sem áður. Stuðningur Pokasjóðs er Íþróttasambandi fatlaðra, sumarbúðunum og þeim sem þær sækja mikils virði og gerir sambandinu kleift að standa jafn myndarlega að starfseminni og raun ber vitni.

Mynd/ Sveinn Áki formaður ÍF tekur við styrknum frá Pokasjóði frá fulltrúa sjóðsins.

Til baka