Laugardagur 25. júní 2011 06:49

Vinabćjarheimsókn lokiđ: Opnunarhátíđin í kvöld

Special Olympics hópur Íslands er nú kominn til Aţenu ţar sem hann dvelur til 5. júlí nćstkomandi eftir rólega daga í vinabćjarheimsókninni. Ţegar íslenski hópurinn kom inn til Aţenu var honum skipt upp í ţrjár einingar eftir íţrótt, hver hópur dvelur eins nálćgt sínum keppnisstađ og mögulegt er.

Saman í norđurhluta borgarinnar eru keppendur í frjálsum, sundi og lyftingum. Ţá sunnar í borginni eru saman fimleikar, boccia og golf og syđsti hópurinni hér í Aţenu er knattspyrnuhópur Íslands.

Ţó íslenska hópnum hafi veriđ skipt upp í gćrkvöldi verđur hann sameinađur ađ nýju í kvöld ţegar opnunarhátíđ Alţjóđaleika Special Olympics fer fram. Marsering ţjóđanna inn á hinn margfrćga Kallimarmaro Panathinaiko Stadium hefst kl. 20:45 ađ stađartíma eđa kl. 17:45 ađ íslenskum tíma. Fariđ verđur ađ venju eftir stafrófsröđ en kl. 17:00 (ísl. tími) hefjast sýningar og viđburđir á leikvanginum. Kl. 17:30 hefst svo bein útsending frá hátíđinni.

Fyrir íslenska hópnum liggur ţví viđburđaríkur dagur enda um 7500 íţróttamenn frá 185 löndum sem munu sjá til ţess ađ gera daginn eftirminnilegan.

Mynd/ SO hópur Íslands fyrir utan Hotel Port Marina ţar sem hann dvaldi í vinabćjarheimsókn dagana 20.-24. júní.

Til baka