Miđvikudagur 29. júní 2011 20:31

Óeirđirnar fjarri keppendum og keppnisstöđum

Grikkir mótmćla nú hástöfum í höfuđborginni Aţenu. Í gćr og í dag hafa almenningssamgöngur legiđ niđri í höfuđborginni en mótmćlin og pústrarnir millum lögreglu og mótmćlenda eru víđsfjarri bćđi keppendum og keppnisstöđum á Alţjóđaleikum Special Olympics sem standa nú yfir í Aţenu. Mótmćlin beinast ađ yfirvöldum í Grikklandi en stađan í landinu er afar slćm og almenningur gríđarlega ósáttur viđ ţćr skattahćkkanir sem bođađar hafa veriđ.

Mótmćlin eiga sér stađ í miđborg Aţenu en gististađir keppenda sem og sjálfir leikvangarnir eru í töluverđri fjarlćgđ. Bođuđu verkfalli í almenningssamgöngum hér í borginni lýkur í kvöld og ţá ćtti ađ liđkast ađeins til í umferđinni sem hefur veriđ fremur ţung í vöfstrum síđustu tvo sólarhringa.

Í tilkynningu frá Special Olympics segir ađ venju samkvćmt hafi alţjóđapressan ákveđiđ ađ blása vel upp ţau átök sem átt hafa sér stađ í Aţenu. SO segja ennfremur ađ unniđ sé náiđ međ undirbúningsnefnd leikanna sem og lögregluyfirvöldum viđ ađ tryggja öryggi keppenda og gesta á leikunum.

Mynd/ María Dröfn Einarsdóttir frá Eik á Akureyri stekkur hér í langstökki, hún og ađrir keppendur Íslands og annarra eru töluvert frá miđbć Aţenu og verđa ţví ekki vör viđ mótmćlin.

Til baka