Miđvikudagur 29. júní 2011 21:48

Ćfingabúđir í Englandi

Ćfingarbúđir sundmanna í Englandi - Stoke MandvilleŢessa vikuna eru fjórir íslenskir íţróttamenn staddir viđ ćfingar í Englandi á hinum fornfrćga stađ Stoke Mandeville, stađnum ţar sem rekja má upphaf íţrótta fatlađra til.  Ţađ var á ţessum stađ sem fađir íţrótta fatlađra, Sir. Ludwig Guttmann yfirlćknir á Mandeville sjúkrahúsinu, lét byggja leikvöll fyrir fatlađa íţróttamenn viđ sjúkrahúsiđ og hóf ađ ţjálfa ţá á skipulagđan hátt.  Jafnframt stóđ hann fyrir landskeppni fatlađra í Englandi á leikvanginum.
Ţess má til gamans geta ađ fatlađir íslenskir íţróttamenn tóku á árum áđur ţátt í fjölmörgum alţjóđaleikum sem ţar voru haldnir.  Ţá var hluti Ólympíumóts fatlađra 1984 haldnir í Stoke Mandeville og sýnir međfylgjandi mynd hluta íslenska hópsins viđ setningu ţess.

Íslendingarnir sem eru viđ ćfingar í Stoke Mandeville er frjálsíţróttafólkiđ Baldur Ćvar Baldursson og Ingeborg Eide Garđarsdóttir og sundmennirnir Eyţór Ţrastarson og Jón Margeir Sverrisson.  Frá Englandi fara Eyţór og Jón Margeir til Ţýskalands ţar sem ţeir verđa međal keppenda á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Berlín 3. – 10. júlí n.k.  Ingeborg og Baldur Ćvar verđa síđan međal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íţróttum sem fram fer á Selfossi 22. - 24. júlí n.k. ţar sem ţau munu reyna viđ tilskylin lágmörk vegna Ólympíumóts fatlađra 2012.  Til stóđ ađ borđtennismađurinn Jóhann R. Kristjánsson yrđi ţar líka viđ ćfingar en meiđsli hömluđu för hans til Englands.

Vonandi blćs andi ţessa sögufrćga stađar okkar ágćta íţróttafólki baráttuanda í brjóst og hvetur ţađ til frekari afreka í framtíđinni.

Til baka