Fimmtudagur 30. júní 2011 19:10

Andlát: Arnór Pétursson

Enn er höggviđ skarđ í hóp frumkvöđla íţrótta fatlađra hér á landi en fallinn er frá Arnór Pétursson á 62 aldursári. Arnór, sem lamađist í bílslysi rúmlega tvítugur ađ aldri, lét fötlun sína aldrei hamla sér í neinu sem hann hafđi áhuga á og vildi taka sér fyrir hendur.  Hann var einn af ţeim sem tóku ţátt í undirbúningi ađ stofnun Íţróttasambands fatlađra auk ţess ađ vera fyrsti formađur Íţróttafélags fatlađra í Reykjavík, sem stofnađ var 30. maí 1974, ţá ađeins 25 ára gamall. 

Arnór einbeitti sér ţó ekki einungis ađ félagslegum ţáttum íţróttastarfs fatlađra heldur var sjálfur mikill íţróttamađur.  Ţannig vann hann til verđlauna í lyftingum á ýmsum alţjóđlegum mótum auk ţess ađ vera međal keppenda á Ólympíumóti fatlađra sem fram fór í Arnheim í Hollandi 1980, ţví fyrsta sem fatlađir íslenskir íţróttamenn tóku ţátt í.

Arnór gegndi ýmsum trúnađarstörfum fyrir Íţróttasamband fatlađra og var međal annars fyrsti formađur Ólympíumótsnefndar ÍF 1984 og sat í nefndinni allt til dauđadags.

Arnórs Péturssonar verđur, líkt og annarra frumkvöđla íţróttastarfs fatlađra, minnst fyrir ađ vera drengur góđur og mađur međ stórt hjarta sem sló fyrir íţróttir fatlađra.  Hann var hreinn og beinn í öllum samskiptum, vinur vina sinna, harđur í horn ađ taka og stóđ fast á sínu ef svo bar undir.  Drenglyndi hans var mikiđ og ávallt hćgt ađ treysta á ráđleggingar hans varđandi allt er viđkom íţróttum fatlađra.

Ađ leiđarlokum eru ţakkir og söknuđur efst í huga ţegar ţessi góđi félagi og vinur er fallinn frá.  Blessuđ sé minning Arnórs Pétursonar.

Íţróttasamband fatlađra sendir ađstandendum Arnórs innilegustu samúđarkveđjur.

Til baka