Sunnudagur 3. júlí 2011 05:37

Bocce-hópurinn hefur lokið keppni: Upp og niður í tvíliðaleiknum

Guðmundur Örn Björnsson og Emelía Arnþórsdóttir hafa lokið keppni í Bocce á Alþjóðaleikum Special Olympics. Í gær kepptu Guðmundur og Emelía í tvíliðaleik í bocce og dagurinn hófst brösuglega með 11-6 tapi gegn Bangladesh en næsti leikur parsins fór 12-0!

Þriðja viðureignin tapaðist og Ísland því úr leik í Bocce og í dag verður verðlaunaafhendingin. Í einstaklingskeppninni hafnaði Emelía í 4. sæti sem og Guðmundur en eins og áður hefur komið fram er bocce nokkuð frábrugðið íslensku boccia en okkar fólk stóð sig engu að síður með miklum sóma.

Mynd/ Menn klóruðu sér í hausnum í gær yfir misjöfnu gengi í bocce.

Til baka