Sunnudagur 3. júlí 2011 20:28

Evrópumeistaramót fatlađra í sundi hafiđ: Eyţór sjöundi í úrslitum

Keppni er hafin á Evrópumeistaramóti fatlađra sem fram fer í Berlín 3. – 10. júlí.  Óhćtt er ađ segja ađ keppni á mótinu hafi hafist međ látum ţar sem eitt heimsmet leit dagsins ljós strax í undanrásum.  Metiđ setti hinn breski Jonathan Fox í 400 m skriđsundi, flokki S7.

Á alţjóđlegum mótum fatlađra í sundi er keppt í flokkum S1 til S14.  Flokkar S1 – S10 eru flokkar hreyfihamlađra ţar sem lćgsta talan gefur til kynna mestu fötlun og sú hćsta minnstu fötlun. Flokkar S11 – S13 eru flokkar blindra og sjónskertra ţar sem flokkur S11 eru alblindir og S14 er flokkur ţroskahamlađra.

Í morgun synti annar tveggja íslensku ţátttakendana, Eyţór Ţrastarson (S11) í  undanrásum í 100 m baksundi. Komst hann nokkuđ örugglega inn í úrslitin og lauk svo keppni í 7. sćti.

Eyţór hafnađi í sjöunda sćti eins og áđur segir og synti á tímanum 1:19,59 mín en sigurvegarinn Viktor Smyrnov frá Úkraníu synti á 1:09.24 mín.

Á morgun, mánudaginn 4. júlí ,keppir Eyţór í 50 m skriđsundi flokki S11 og Jón Margeir í 200 m skriđsundi flokki S14 (flokki ţroskahamlađra).  Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ gengi Jóns Margeirs á mótinu sem hefur veriđ á mikilli siglingu undanfariđ.

Allar upplýsingar um mótiđ má finna á heimasíđu ţess www.ecswimming2011.com auk ţess sem beinar útsendingar frá mótinu má sjá á www.youtube.com/paralympcisporttv

Mynd/ Eyţór Ţrastarson varđ sjöundi í 100m. baksundi í dag.

Til baka