Föstudagur 8. júlí 2011 17:04

Bronsiđ rétt rann úr greipum Jóns Margeirs

Félagarnir Eyţór Ţrastarson og Jón Margeir Sverrisson eru báđir staddir á EM fatlađra í sundi í Berlín og voru rétt í ţessu ađ ljúka nćstsíđasta keppnisdegi mótsins. Jón Margeir sem keppir í flokki S14, ţroskahamlađra, rétt missti af bronsinu í 100m. bringusundi er hann kom í bakkann á nýju og glćsilegu Íslandsmeti, 1.13,92mín. Hann setti einnig Íslandsmet í greininni í morgun í undanrásum ţegar hann synti á 1.16,06mín. en núna í úrslitum pakkađi hann metinu saman frá ţví í morgun. Gamla metiđ átti kempan Gunnar Örn Ólafsson en ţađ var 1.17,72mín.

Jón Margeir setti einnig Íslandsmet í 50m. bringusundi ţar sem millitími hans áđan var 34,70sek. en gamla metiđ átti hann sjálfur sem var 35,48 sek. sem hann setti á Íslandsmóti ÍF í Ásvallalaug í mars á ţessu ári.

Eyţór keppti í 100m. skriđsundi og hafnađi í 8. sćti á tímanum 1.08,97mín. en Íslandsmetiđ í greininni á Birkir Rúnar Gunnarsson 1.05,65mín. en metiđ setti hann í Frakklandi áriđ 1995.

Eyţór á eitt sund eftir og fer ţađ fram á morgun ţegar hann keppir í 200m. fjórsundi.

Mynd/ Sverrir Gíslason: Jón Margeir var hársbreidd frá ţví ađ landa bronsverđlaunum í 100m. bringusundi á EM í dag, hér er hann í 200m. skriđsundi.

Til baka