Miðvikudagur 20. júlí 2011 23:31

Jóhanna varði titilinn á minningarmóti Harðar Barðdal

Minningarmót Harðar Barðdal í pútti fór fram í Hraunkoti í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. júlí síðastliðinn. Jóhanna Ásgeirsdóttir kom sá og sigraði í flokki fatlaðra og varði þar með titilinn frá árinu 2010 þegar hún varð fyrst til að hafa sigur á mótinu en þetta var í annað sinn sem minningarmótið fer fram. Sveinbjörn Guðmundsson fékk svo sérstök hvatningarverðlaun á mótinu.

Úrslit:

Ófatlaðir:

Fyrsta sæti: Sveinbjörn Guðmundsson 28 högg
Annað sæti:  Mark Rossi 29 högg
Þriðja sæti: Sindri Þ. 30 högg

Fatlaðir:

Fyrsta sæti: Jóhanna Ásgeirsdóttir, 33 högg (varði titilinn frá árinu áður og hélt bikarnum)
Annað sæti: Hildur Jónsdóttir, 33 högg (verri seinni níu en hjá Jóhönnu)
Þriðja: Jakob Ingimundarson, 34 högg

Hvatningarbikar GSFÍ sem er farandbikar gefinn af dætrum Harðar Barðdal í minningu hans og var veittur nú í fyrsta skipti. Hann hlaut Sveinbjörn Guðmundsson að þessu sinni fyrir góða ástundun æfinga, vera duglegur að æfa milli æfinga og fyrir góða framkomu utan vallar sem innann.

Myndir/ Á efri myndinni eru sigurvegararnir í flokki fatlaðra en á þeirri neðri er Sveinbjörn Guðmundsson sem hlaut hvatningarbikar GSFÍ.

Til baka