Miđvikudagur 10. ágúst 2011 14:09

Engin lágmörk á MÍ: Helgi međ nýtt Íslandsmet í 100m. hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íţróttum fór fram á Selfossi síđla júlímánađar ţar sem nokkrir keppendur úr röđum fatlađra freistuđu ţess ađ vinna sér sćti á Ólympíumóti fatlađra í London. Svo fór ađ engum tókst ađ ná lágmörkum ţar sem vindur var afar óhagstćđur. Helgi Sveinsson hljóp á nýju Íslandsmeti í 100m. hlaupi karla í flokki T42 er hann kom í mark á tímanum 14,52 sek. en Helgi keppir á gervifćti frá Össuri. Metiđ fćst ekki stađfest sökum vindsins en tíminn hjá Helga var vel undir lágmarki fyrir Ólympíumótiđ í London.

Ţess má geta ađ skömmu eftir Verslunarmannahelgi fór fram mót í Kaplakrika ţar sem Helgi keppti í 100m. hlaupi og kom ţá í mark á tímanum 15,48 sek. og setti ţví nýtt og löglegt Íslandsmet í flokki T42.

Ingeborg Eide Garđarsdóttir hljóp 100 metrana á 16,9 sek. en lágmarkiđ á Ólympíumótiđ í hennar flokki sem er T37 er 16,00 sek. Ţá stökk Baldur Ćvar Baldursson 4,93m. í langstökki í flokki F37 karla. Lágmarkiđ til London er 5.10m. Davíđ Jónsson kastađi kúlunni 9,05m. í flokki F42 karla en lágmarkiđ í hans flokki er 11,45m. Davíđ keppir einnig á gervifćti frá Össuri og fór sér hćgt í sakirnar enda sleipt í kasthringnum. Kastiđ hjá Davíđ, sem enn á eftir ađ undirgangast alţjóđlega flokkun, hefđi sett hann í 15. sćti á heimslistanum.

Ingeborg Eide reyndi einnig fyrir sér í 200m. spretthlaupi og kom í mark á tímanum 37,45 sek. en lágmarkiđ er 33,45 sek.

Eins og áđur segir var vindur mikill á Selfossi og árnagurinn ţví ekki gildur og ţví mun frjálsíţróttafólkiđ reyna á nýjan leik á nćstu mánuđum ađ tryggja sér sćti í London á nćsta ári.

Heildarúrslit MÍ á Selfossi 2011

Mynd/ Ingeborg Eide Garđarsdóttir á ekki langt í land međ ađ komast undir A-lágmarkiđ í 100m. hlaupi kvenna í flokki T37.

Til baka