Össur, einn stærsti styrktar- og samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra, teflir fram ofurkonunni Amy Palmieru-Winters í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en Amy kemur frá Bandaríkjunum og mun hlaupa tvöfalt maraþon á fæti frá Össuri!
Alls mun Össur hlaupa 1200 km. til styrktar ÍF þetta árið og Amy mun skila inn 84 km. af þeirri vegalengd en hún hóf hlaupið sitt laust fyrir klukkan fjögur í nótt og hljóp beint inn í sjálft Reykjavíkurmaraþonið sem hófst laust eftir klukkan átta í morgun.
Amy er 39 ára einstæð tveggja barna móðir og missti vinstri fótinn í bílslysi fyrir nokkrum árum. Amy var í viðtali hjá RÚV í gærkvöldi sem nálgast má hér.
Hjá RÚV sagði Amy m.a: ,,Allir mæta hindrunum á sínum vegi og ég er hingað komin til að sýna fram á að hægt sé að sigrast á þeim!
Finndu ÍF á Facebook