Föstudagur 26. ágúst 2011 11:47

Námskeið í Reykjavík um íþróttaþjálfun fatlaðra barna

Helgina 16. – 18. september verður haldið námskeið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal  um íþróttaþjálfun fatlaðra barna. Námskeiðið er fyrir þá sem starfa eða vilja starfa að íþróttaþjálfun fatlaðra barna.  Ætlast er til að þátttakendur  hafi reynslu af íþróttaþjálfun eða kennslu.

Þetta þjálfaranámskeið  er einskonar hliðarnámskeið við almenn námskeið  ÍSÍ . Námskeiðið skiptist í tvo hluta, almennan hluta og sérgreinahluta.

Almennur hluti; Fjallað um fatlanir og áhrif þeirra á árangur í íþróttum.
Sérgreinahluti; Farið yfir ýmis tækniatriði sem þarf að aðlaga þegar um er að ræða skerta getu.  Einnig verður farið yfir sérreglur sem stundum eru til staðar í íþróttakeppnum á vegum ÍF og IPC

Dagskrá
Almennur hluti l                                16. september kl. 18.00 – 21.00
Almennur hluti ll                               17. september kl. 0900 –  12.00
Sérgreinahluti                                    17. september kl. 13.00 – 18.00

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og hópvinnu auk verklegra æfinga
Allir þjálfarar geta nýtt almenna hlutann en sérgreinahluti tekur mið af skráningum þátttakenda.

Umsjónarmaður námskeiðs og aðalleiðbeinandi er Ingi Þór Einarsson, PHd student, Adjunkt Háskóla Íslands.

Skráningar berist á skrifstofu ÍF fyrir  mánudag 12. september í netfangið;  if@isisport.is og 
cc á issi@hi.is

Staðfesta þarf nafn, netfang og símanúmer og íþróttagrein auk  þjálfunarreynslu/menntunar
Þátttökugjald kr. 7.000.-
Nánari upplýsingar um innihald námskeiðs veitir Ingi Þór Einarsson ( issi@hi.is)

Til baka