Mánudagur 12. september 2011 13:37

Erlingsmótið þann 8. október

Minningamót í sundi um Erling Þ. Jóhannsson sundþjálfara verður haldið í Sundlauginni í Laugardal laugardaginn 8. október næstkomandi. Upplýsingar um skráningu og keppnisgreinar verða sendar til aðildarfélaga ÍF þegar nær dregur.

,,Erlingur hóf sundþjálfun hjá ÍFR árið 1978 og  starfaði sem sundþjálfari hjá félaginu allt til dauðadags. Á sinni löngu starfsævi sem þjálfari hjá ÍFR lagði hann grunninn að frábærun árangri fatlaðra sundmanna. Iðkendur undir hans stjórn settu hundruða Íslandsmeta og settu fjölmörg  Evrópu heims- og ólympíumet. Enginn íslenskur þjálfari hefur stýrt og stjórnað jafn glæsilegum og sterkum hópi einstaklinga og Erlingur gerði. Hann byggði upp sundstarf fatlaðra á Íslandi og sá árangur sem fatlaðir sundmenn náðu á mótum erlendis er undraverður. Einn mikilvægasti þáttur í  starfinu  hans  var að undirbúa sundfólkið til að takast á við lífið eftir að sundþjálfun þeirra lauk. Sjálfsöryggi einstaklinganna jókst  og hindrunum var ýtt til hliðar. Starf Erlings fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík var ómetanlegt,“ segir í tilkynningu frá ÍFR.

Mynd/ Erlingur ásamt Eyþóri Þrastarsyni og Sonju Sigurðardóttur þegar þau voru útnefnd íþróttamenn ársins hjá ÍF.

Til baka