Ţrír borđtenniskappar héldu í morgun áleiđis til Englands til ađ keppa á Opna breska meistaramótinu í borđtennis. Jóhann Rúnar Kristjánsson fer sem reynslubolti hópsins en međ honum í för eru Tómas Björnsson ÍFR og Viđar Árnason ÍFR en Jóhann keppir eins og kunnugt er fyrir Nes í Reykjanesbć.
Keppnin fer fram 14.-17. september og stefna kapparnir ađ ţví ađ nćla sér í verđlaun ytra. Heimasíđa ÍF náđi snörpu samtali viđ Jóhann í gćr sem er einbeittur um ţessar mundir og ćtlar sér til London á nćsta ári.
,,Markmiđiđ er ađ ná í verđlaunasćti á mótinu og gera góđa hluti til ţess ađ komast ofar á heimslistanum. Ég er í 24. sćti um ţessar mundir en markmiđiđ er ađ komast upp í ţađ sextánda,“ sagđi Jóhann en 16 efstu sćtin komast til London á nćsta ári.
,,Ţá verđur gaman ađ fylgjast međ Tomma og Viđari, hvorugur hefur fariđ út á mót í nokkurn tíma ţannig ađ ţeir hafa ćft vel undanfariđ og bćtt sig mikiđ og ţví spennandi ađ sjá hvernig fer hjá ţeim,“ sagđi Jóhann en kapparnir eru vćntanlegir aftur heim á sunnudag.
Mynd/ Viđar Árnason er hér í fullu fjöri á Íslandsmóti ÍF í borđtennis í mars síđastliđnum.