Fimmtudagur 15. september 2011 12:15

Úrvalslið Össurar hitar sig upp í London

Þann 7. september sl. kom saman úrvalslið Össurar (Team Össur) á blaðamannafundi í London og átti þar góðan dag. Úrvalslið Össurar er skipað íþróttamönnum á borð við Oscar Pistorius, April Holmes og Marlon Shirley svo einhverjir séu nefndir en allir þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á sínu sviði á alþjóðavísu og að þau séu öðrum jákvæð og uppbyggileg fyrirmynd. 

Fjölmiðlar víðs vegar að úr heiminum mættu á staðinn til að fá upplýsingar um þessa vösku íþróttamenn og höfðu þar tækifæri til að spyrja þá spjörunum úr, mynda þá og taka viðtöl.
Á fundunum voru staddir tæknilegir sérfræðingar frá Össuri en þeir stóðu fyrir kynningu á nýjungum og tækni á sviði stoðtækja frá Össuri og svöruðu einnig spurningum fréttamanna. Dagurinn heppnaðist í alla staði mjög vel og var úrvalslið Össurar getið í öllum helstu fjölmiðlum í Bretlandi og víðar næstu daga á eftir.

Hápunktur ferðarinnar fyrir íþróttamennina vösku var án efa að fá tækifæri til að kynnast hvert öðru og deila reynslu sinni, en framundan er krefjandi ár í æfingum.

Við óskum úrvalsliði Össurar góðs árangurs innan sem utan vallar en hópurinn fyrir utan Tower Bride í London var eftirfarandi:

1. Toru Suzuki (Japan)
2. Jeff Skiba (US)
3. Jerome Singleton (US)
4. Arnou Fourie (Suður Afríka)
5. Marie-Amelie Le Fur (France)
6. Marlon Shirley (US)
7. Oscar Pistorius (Suður Afríka)
8. Apríl Holmes (US)
9. Daniel Wagner Jorgensen (Danmörk)
10. Rudy Garcia-Tolson (US)
11. Wojtek Czyz (Þýskaland)
12. Urs Kolly (Sviss)
13. Casey Tibbs (US)

Mynd/ Hluti af  úrvalsliði Össurar (Team Össur) fyrir framan Tower Bridge í London

Til baka