Þriðjudagur 27. september 2011 15:58

Sterkasti fatlaði maður heims

Dagana 7. og 8. október 2011 verður  haldið heimsmeistaramót í aflraunum fatlaðra í Reykjavík. Þetta er í áttunda skiptið sem mótið er haldið á Íslandi.

Mótið verður haldið 7. okt. á Fjörukránni í Hafnarfirði og 8. okt. við íþróttahús fatlaðra að Hátúni 14.

Verðlaunaafhending fer fram í íþróttahúsi ÍFR að móti loknu.
Keppt verður í tveimur flokkum:
Flokki hjólastóla og flokki standandi.
Þroskaheftum er heimil þátttaka í báðum flokkum.
Keppt verður í átta keppnisgreinum í flokki hjólastóla og fimm keppnisgreinum í flokki standandi, alls 6 keppnisgreinar.
Keppt verður í að draga hönd yfir hönd, drumbalyftu, bóndagöngu, steinatökum, Herkúlesarhaldi og hleðslugrein.

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu ÍFR: http://www.ifr.is
Mótið verður sýnt í sérstökum þætti á RÚV árið 2011
Nánari upplýsingar fást hjá skipuleggjendum.

Arnar Már Jónsson þjálfari ÍFR
E-mail
loggurinn@hotmail.com
Sími 868-6823

Til baka