Þriðjudagur 11. október 2011 09:33

Íþróttakynningar ÍF og Össurar halda áfram: Boltadagurinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íþróttakynningar Íþróttasambands fatlaðra og Össurar halda áfram en þann 14. október næstkomandi munu ÍF og Össur standa saman að boltadegi þar sem kynntar verða hinar fjölmörgu boltagreinar. Kynningin fer fram í gamla sal Laugardalshallar frá kl. 18-20.

Þetta samstarfsverkefni ÍF og Össurar hefur þegar borið ávöxt en á vormánuðum var staðið að íþróttakynningu á frjálsum íþróttum og hefur hluti þess hóps sem mætti á kynninguna þegar hafið æfingar í frjálsum undir stjórn Ingólfs Guðjónssonar á æfingatímum Íþróttafélagsins Aspar. Þá tók hluti hópsins einnig þátt í Íslandsmóti ÍF í frjálsum utanhúss í júní síðastliðnum.

Meðal greina sem kynntar verða eru knattspyrna, sitjandi blak, körfuknattleikur, brennó og badminton svo fátt eitt sé nefnt. Við fáum góða gesti í heimsókn á kynninguna en okkur til halds og trausts verða þeir Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson. Ingi Þór er formaður sundnefndar ÍF og aðjunkt við Íþróttafræðadeild Háskóla Íslands og Kári er landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum íþróttum og lektor við Íþróttafræðadeild HÍ. Fjöldi nemenda þeirra Inga og Kára við HÍ verður einnig til aðstoðar við framkvæmd boltadagsins.

Íþróttakynningarnar eru fyrir öll börn með fötlun á aldrinum 13 ára og yngri en verkefnið er liður í að fjölga íþróttaiðkendum í þessum aldurshópi fatlaðra.

Boltadagurinn verður föstudaginn 14. október eins og áður greinir frá kl. 18.00-20.00.

Til baka