Helgina 5.-6. nóvember næstkomandi fara fram opnar æfingabúðir ÍF í sundi ásamt þriðju íþróttakynningu ÍF og Össurar fyrir fötluð ungmenni 13 ára og yngri. Gestum við íþróttakynninguna mun gefast kostur á að sjá og hitta fremsta sundfólk landsins úr röðum fatlaðra. Æfingabúðirnar og íþróttakynningin munu fara fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Þegar hafa tvær íþróttakynningar á vegum ÍF og Össurar farið fram fyrir fötluð ungmenni 13 ára og yngri. Búið er að kynna frjálsar íþróttir og boltagreinar og nú er komið að sundíþróttinni sem kynnt verður laugardaginn 5. nóvember á milli kl. 14:30 og 15:30. Þeir sem mæta við kynninguna skulu hafa sundfötin meðferðis. Þá minnum við á að þegar eru hafnar frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð ungmenni 13 ára og yngri undir stjórn Ingólfs Guðjónssonar á þriðjudögum og fimmtudögum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 19-20.
Þeir sem hyggja á mætingu þessa helgina við opnu æfingabúðirnar þurfa að geta synt hjálpartækjalaust og getað klárað æfingu sem er 60-120 mín löng (þetta gildir ekki fyrir þá sem sækja Íþróttakynningu ÍF og Össurar). Þjálfarar frá aðildarfélögum (fatlaðra/ófatlaðra) eru hvattir til að mæta með iðkendum sínum.
Opnu æfingabúðirnar fara fram á eftirfarandi tímum og eru allir velkomnir:
Ásvallalaug
Laugardagur 5. nóvember:
08.00-10.00
Hlé
14.00-16.00 (14.30-15.30 = Íþróttakynning ÍF og Össurar í sundi)
Sunnudagur 6. nóvember
09.00-11.00