Miðvikudagur 30. nóvember 2011 09:43

Formannafundur ÍF 2011

Þann 11. nóvember 2011 for fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal formannafundur Íþróttasambands fatlaðra.  Fundurinn er vettvangur stjórnar ÍF og formanna aðildarfélaganna til að hittast og skiptast á skoðunum um störf og stefnu sambandsins og aðildarfélaga þess. Ágæt mæting var á á fundinn en hann sátu formenn og/eða forsvarsmenn 13 af 22 aðildarfélögum innan vébanda ÍF. 

Formaður og starfsmenn ÍF kynntu þar helstu verkefni og áherslur í starfi sambandsins ásamt því að farið var yfir lykiltölur úr reikningum og fjárhagsstöðu sambandsins.
Meðal þess sem kynnt var á fundinum var "Leiðin til London" - þátttaka Íslands í Ólympíumótinu 2012, Æskubúðir Össurar, starfsemi Special Olympics á Íslandi svo nokkuð sé nefnt. Þá var á fundinum samþykkt ný reglugerð um félagaskipti auk þess sem stjórn ÍF var falið að vinna að reglugerðabreytingum fyrir val keppenda, fararstjóra og aðstoðarfólks í ferðum á vegum sambandsins, störf kjörnefndar á Sambandsþingum svo nokkuð sé nefnt.

Til baka