Mánudagur 5. desember 2011 14:11

Endurnýjað samstarf Radisson Blu Hótels Sögu og ÍF

Nýlega endurnýjuðu Íþróttasamband fatlaðra og Radisson Blu Hótel Saga með sér samning sinn um samstarf og stuðning Hótel Sögu við starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Samningurinn er til tveggja ára og felur meðal annars í sér að fulltrúar sambandsins njóti ávallt hagstæðustu kjara varðandi mat og gistingu á Hótel Sögu. Þá fær Íþróttasamband fatlaðra ákveðna styrkupphæð sem greiðist í formi peninga sem og úttektar í gistingu og mat á hótelinu.

Í tilefni af undirritun samningsins sagði Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands Fatlaðra að mikil ánægja væri innan sambandsins með áframhaldandi stuðning Hótels Sögu við íþróttastarf fatlaðra hér á landi, en hótelið hafa lengi stutt sambandið t.a.m. vegna útnefningar íþróttamanns fatlaðra ár hvert auk ýmissa funda og ráðstefna sem haldnar hafa verið á vegum sambandsins. Ingunn Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og Valgerður Ómarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri sem undirrituðu saminginn fyrir hönd Hótels Sögu ásamt Sveini Áka Lúðvíkssyni formanni ÍF.

 

Til baka