Mánudagur 9. janúar 2012 15:04

Ellefu íþróttamenn úr röðum fatlaðra á lista styrkþega Afrekssjóðs og styrktarsjóðs

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, miðvikudaginn 4. janúar 2012, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2012.
 
Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 83 milljónum króna en úthlutað er rúmlega 67 m.kr. úr Afrekssjóði ÍSÍ og 10 m.kr. úr Sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna.
 
Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir vegna 45 einstaklinga og vegna 26 verkefna.
39 einstaklingar hljóta styrk að þessu sinni og 26 verkefni.
 
Íþróttasamband fatlaðra fékk úthlutað tæpum 4,9 milljónum króna.
 
Úthlutunin skiptist svo:
 
Jón Margeir Sverrisson – B styrkur
Eyþór Þrastarson – C styrkur
Jóhann Rúnar Kristjánsson – C styrkur
Erna Friðriksdóttir – eingreiðslustyrkur
Baldur Ævar Baldursson – eingreiðslustyrkur
 
Ungir og framúrskarandi:
 
Kolbrún Alda Stefánsdóttir – eingreiðslustyrkur
Hjörtur Már Ingvarsson  - eingreiðslustyrkur
Vilhelm Hafþórsson – eingreiðslustyrkur
Thelma Björg Björnsdóttir – eingreiðslustyrkur
Ingeborg Eide Garðarsdóttir  - eingreiðslustyrkur
Aníta Ósk Hrafnsdóttir – eingreiðslustyrkur
 
Mynd/
Jón Margeir Sverrisson er einn fatlaðra íþróttamanna sem hlýtur B-styrk að þessu sinni.

Til baka