Mánudagur 30. janúar 2012 16:55

Skíðanámskeið fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli 2012

Þrjú skíðanámskeið fyrir fatlaða verða haldin í Hlíðarfjalli í vetur. Námskeiðin hefjast á föstudögum kl. 17.00 og lýkur á sunnudögum kl. 16.00

Námskeiðin eru öll fyrir byrjendur og lengra komna og alla fötlunarhópa.

Hámarksfjöldi á hvert námskeið tekur mið af þörf á sérbúnaði og aðstoðarfólki. Fyrstu skráningar ganga fyrir svo fólk er hvatt til að skrá tímanlega.

Nánari upplýsingar um dagskrá verður send skráðum þátttakendum

Tímasetning námskeiða 2012

2. – 4. mars 2012
16. – 18. mars  2012 (uppselt)
13. – 15. apríl 2012

Námskeiðsgjöld  eru kr. 12.000.- 
Innifalið; lyftugjöld, búnaður, léttur hádegisverður kennsla og ráðgjöf

Skráningar og nánari upplýsingar;
 
Hlíðarfjall - elsa@saltvik.is - GSM 8642062
Íþróttasamband fatlaðra - annak@isisport.is - GSM 8975523 

Helgina 17. – 19. febrúar verður  haldið leiðbeinendanámskeið undir stjórn  Beth Fox.
Sendar verða nánari upplýsingar um námskeiðið sem ætlað er leiðbeinendum og /eða aðstoðarfólki.

Til baka