Þriðjudagur 14. febrúar 2012 11:35
Íþróttasamband fatlaðra fékk góða gjöf á dögunum þegar Lionsklúbburinn Njörður afhendi sambandinu nýja MacBook Pro fartölvu. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs veittu gripnum móttöku á þorrablóti Njarðar sem fram fór í febrúarbyrjun.
Lionshreyfing hefur allt frá því að Íþrótttasamband fatlrða var stofnað verið einn af öflugustu styrkaraðilum sambandsins og ÍF þegið margar góðar gjafir úr þeirra höndum.
Það var Kristján Árnason, formaður Lionsklúbbsins Njarðar sem afhenti ÍF tölvuna. Sveinn Áki sagði við þetta tilefni að gjöfin kæmi sér einkar vel enda um gæðagrip að ræða sem nýtast myndi vel í verkefnum eins og kynningarstarfsemi sambandsins.
Íþróttasamband fatlaðra færir Lionsklúbbnum Nirði sínar bestu þakkir og óskar þeim farsældar í störfum sínum.
Mynd/ Kristján t.v. afhendir Sveini og Ólafi MacBook Pro vélina.