Miðvikudagur 15. febrúar 2012 14:50

30. Hængsmótið á Akureyri 28.-30. apríl

30. Hængsmótið verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana,  28. 29. og 30. apríl 2012. Mótið verður sett seinnipart laugardagsins 28. apríl n.k. en engar opinberar tímasetningar eða dagskrárplön liggja fyrir enn sem komið er.  Eitt er þó alveg öruggt að stefnan  hjá félögunum í Lionsklúbbnum Hæng er sú, að gera sitt besta til að þetta verði glæsilegt Hængsmót, enda um 30 ára afmælismót að ræða að þessu sinni.
 
Nánari upplýsingar varðandi mótshaldið verða sendar út fljótlega í mars og þá ættu að liggja fyrir nánari tímasetningar o.fl. þ.h.

Það eina sem er öruggt núna er það, að Hængsmenn vilja gefa fólki kost á að geta komist til Akureyrar á laugardeginum, þess vegna er setningin fyrirhuguð seinnipartinn - og svo hitt að LOKAHÓFIÐ verður  þá á mánudagskvöldinu, en það vill svo vel til að daginn eftir er frídagur þ.e. 1. maí.

Við vonum að sem allra flestir sjái sér fært að heimsækja okkur þessa daga og njóta þess að taka þátt í skemmtilegri keppni með vinum og félögum, sem og glæsilegum viðburðum.   Við hlökkum til að sjá ykkur.

Með góðum kveðjum frá Akureyri,
Lionsklúbburinn Hængur

Til baka