Í dag, á sjálfan hlaupársdaginn 29. febrúar, er hálft ár ţangađ til Ólympíumót fatlađra hefst í London. Fatlađir íslenskir íţróttamenn leggja nú nótt viđ nýtan dag til ađ freista ţess ađ öđlast ţátttökurétt á mótinu.
Alls hafa fjórir sundmenn synt undir tilskyldum lágmörkum inn á mótiđ og koma ţar međ til greina sem mögulegir ţátttakendur í London 2012. Sundmađurinn Jón Margeir Sverrisson fer ţar fremstur í flokki ţar sem hann er efstur Íslendinga á sínum heimslista, lista sundmanna í flokki S14, flokki ţroskahamlađra.
Ólympíumót fatlađra er frábrugđiđ Ólympíuleikunum ađ ţví leiti ađ fćrri keppendur öđlast ţátttökurétt á mótinu eđa um 4000 talsins. Sem dćmi ţá verđa 600 sundmenn sem komast ađ á Ólympíumóti fatlađra en um 800 sundmenn hafa ţegar náđ lágmörkum.
Ţann 20. maí lýkur ţeim tíma sem íţróttamenn í öllum greinum hafa til ţess ađ ná lágmörkum fyrir keppni í London. Eftir 20. maí verđur hverri ţjóđ úthlutađur svokallađur ,,kvóti“ međ tilliti til stöđu íţróttamanna samkvćmt styrkleikalista í hverri grein.
Íţróttasamband fatlađra gerir ráđ fyrir ţví ađ fara međ tvo til fimm keppendur til London en vissulega vćri ţađ mikiđ ánćgjuefni ef fleiri íţróttamenn nćđu lágmörkum fyrir ţennan stórviđburđ.