Fimmtudagur 15. mars 2012 10:20

Góð mæting á opnar æfingabúðir ÍF í sundi

Sundnefnd ÍF stóð fyrir opnum æfingabúðum í Ásvallalaug um síðastliðna helgi. Þar var landslið ÍF í sundi við æfingar ásamt gestum og var tekið hressilega á því. Æft var bæði laugardag og sunnudag en á laugardeginum fékk hópurinn góðan gest þegar Erlendur Einarsson sálfræðingur fór með erindi fyrir hópinn. Þá var það Íþróttafélagið Fjörður sem sá til þess að enginn yrði svangur við búðirnar og var gestum boðið að versla hádegismat gegn vægu gjaldi.

Allt sundfólk úr röðum fatlaðra er nú í undirbúningi fyrir Íslandsmót ÍF í sundi í 50m. laug sem fram fer í Laugardal helgina 30. mars - 1. apríl næstkomandi.

Mynd/ Sundfólk við æfingabúðirnar í Ásvallalaug um helgina.

Til baka